Hulda Ósk valin í U17 hópinn sem fer til Slóveníu

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hóp átján leikmanna fyrir undankeppni EM 2013. Völsungur á einn fulltrúa í hópnum en Hulda

Hulda Ósk valin í U17 hópinn sem fer til Slóveníu
Íþróttir - - Lestrar 585

Hulda Ósk Jónsdóttir
Hulda Ósk Jónsdóttir

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hóp átján leikmanna fyrir undankeppni EM 2013. Völsungur á einn fulltrúa í hópnum en Hulda Ósk Jónsdóttir var valin í verkefnið.

Riðill Íslands fer fram í Slóveníu í byrjun september og er Ísland í riðli með Slóveníu, Tékklandi og Eistlandi.  Leikmennirnir í hópnum koma frá 12 félögum víðs vegar af landinu og er Hulda Ósk vel að þessu komin en hún hefur spilað frábærlega í sumar bæði með 3.flokki sem og meistaraflokki kvenna. Hulda skoraði 20 mörk í 12 leikjum fyrir 3.flokk í sumar og á framtíðina fyrir sér.


Græni herinn & 640.is senda Huldu Ósk hamingjuóskir

hulda

u17
                                              Hópurinn sem fer til Slóveníu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744