Hagnađur af rekstri Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga 205 milljónir krónaFréttatilkynning - - Lestrar 164
Ađalfundur Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga var haldinn 8. maí s.l. í félagsheimilinu Breiđumýri í Reykjadal.
Rekstur sparisjóđsins gekk vel á síđasta ári, hagnađur af starfseminni var 204,7 milljónir króna eftir skatta.
Um síđustu áramót voru heildareignir sparisjóđsins 13,1 milljarđar króna og hafa aukist um 840 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 11,5 milljarđar. Eigiđ fé sparisjóđsins var 1,3 milljarđur í árslok og lausafjárstađa er sterk.
Í stjórn sparisjóđsins voru kjörin Andri Björgvin Arnţórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Margrét Hólm Valsdóttir og Sigríđur Jóhannesdóttir. Varamenn, Bergţór Bjarnason og Pétur B. Árnason.
Sparisjóđsstjóri og stjórn Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga: Frá vinstri, Örn Arnar Óskarsson sparisjóđsstjóri, Eiríkur Haukur Hauksson, Elísabet Gunnarsdóttir, Margrét Hólm Valsdóttir og Andri Björgvin Arnţórsson, Sigríđi Jóhannesdóttur vantar á myndina.
Stuđningur viđ íţróttastarf barna og ungmenna HSŢ
Á ađalfundinum var tilkynnt ađ Sparisjóđurinn muni styrkja íţróttastarf barna og ungmenna hjá ađildarfélögum Hérađssambands Ţingeyinga (HSŢ) um samtals 11 milljónir króna á árinu. Nánari útfćrsla verđur kynnt ađildarfélögunum á nćstunni.
Örn Arnar Óskarsson sparisjóđsstjóri og Jón Sverrir Sigtryggsson formađur HSŢ.