Gunna Dís í Virkum morgnum á Húsavík

Virkir morgnar hefur notið mikilla vinsælast á síðustu misserum.

Gunna Dís í Virkum morgnum á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 596

Guðrún Dís Emilsdóttir.
Guðrún Dís Emilsdóttir.

Virkir morgnar hefur notið mikilla vinsælast á síðustu misserum. Þau Andri Freyr og Gunna Dís hafa heillað landsmenn með húmor, hispursleysi og skemmtilegri tónlist.

Þá hefur Sólmundur Hólm reglulega bæst í hópinn.  Þátturinn hefur hingað til verið sendur út úr Efstaleiti, eins og flestir útvarpsþættir RÚV. 

Nú verður breyting á því þessi vinsæli þáttur verður í vetur sendur beint út frá Húsavík og Reykjavík jöfnum höndum. Þannig talar Gunna Dís beint úr nýju hljóðveri RÚV í Húsavík meðan Andri Freyr talar úr Efstaleiti í Reykjavík.  Vonumst við til að þessi skemmtilegi þáttur fái enn skemmtilegri og fjölbreyttari tón með þessu nýja fyrirkomulagi. 

 

Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna og nýir stjórnendur hafa boðað aukna áherslu á landsbyggðina í dagskránni og markmiðið er að sinna landsbyggðinni betur en hingað til. Segja má að útsending Virkra morgna sé eitt skref í þá átt. Guðrún Dís mun sinna fleiri störfum fyrir RÚV eins og hingað til, að líkindum verður þeim störfum að hluta sinnt norðan heiða.

Gunna Dís er flutt til Húsavíkur með fjölskyldu sinni en eiginmaður hennar, Krisján Þór Magnússon tók við starfi bæjarstjóra á Húsavík á dögunum. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744