Gamlárshlaup VölsungsÍþróttir - - Lestrar 486
Gamlárshlaup Völsungs fer fram í annað skipti á Gamlársdag kl. 11 og verður ræst af stað frá sundlauginni.
Fram til ársins 2016 hafði Hlaupahópurinn Skokki séð um framkvæmdina en þá tók Völsungur við keflinu.
Í boði verða þrjár vegalengdir: 3 km skemmtiskokk án tímatöku, --og-- 5 km og 10 km með tímatöku.
Hressing frá MS verður á boðstólnum eftir hlaup og svo býður Norðurþing frítt í sund. Hlaupið er hugsað fyrst og fremst sem skemmtilegt fjölskyldusprikl á þessum síðasta degi ársins.
Víða um land hefur þessi gamlárshlaups-hefð verið að festast í sessi og má þar nefna Sauðárkrók, Akureyri og Egilsstaði sem góð dæmi svo ekki sé minnst á Gamlárshlaup ÍR sem er orðinn risavaxinn viðburður.
Hér á Húsavík hefur hlaupið verið haldið síðan 2009 og gengið afar vel. Í fyrra var sett glæsilegt þátttökumet þegar um 60 manns tóku þátt - tvöföldun frá árinu áður. "Vonandi getum við bætt metið núna enda spáir fínu veðri". Segir í tilkynningu frá Völsungi.