Fyrsta skemtiferðaskipið komið, sama skip á sama tíma og í fyrra

Líkt og í fyrra kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Húsavíkur þann 15. maí.

Leiðangursskipið Fram kemur að Norðurgarðinum.
Leiðangursskipið Fram kemur að Norðurgarðinum.

Líkt og í fyrra kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Húsavíkur þann 15. maí.

Um er að ræða norska leiðangursskipið Fram sem var einmitt einnig fyrsta skip síðasta sumars.

Eins og áður hefur komið fram á 640.is, er skipið, sem norska fyrirtækið Hurtigruten gerir út, nefnt eftir sögufrægu skipi landkönnuðanna Fridtjof Nansen og Roald Amundsen.

Skipið siglir á norðurslóðum á sumrin og á suðurskautinu á öðrum árstímum. 

Ljósmynd Hafþór

Norska leiðangursskipið Fram kemur að Norðurgarðinum nú síðdegis.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744