Framtíđin björt í blakinu

Um síđustu helgi var leikiđ um bikarmeistaratitla í 2-4 flokki karla og kvenna í blaki.

Framtíđin björt í blakinu
Íţróttir - - Lestrar 297

Fjórđi flokkur karla ásamt Sveini ţjálfara.
Fjórđi flokkur karla ásamt Sveini ţjálfara.

Um síđustu helgi var leikiđ um bikarmeistaratitla í 2-4 flokki karla og kvenna í blaki.

Mótshaldarar voru HK í Kópavogi og var leikiđ frá laugardags-morgni og framyfir hádegi á sunnudeginum.

Alls voru spilađir 83 leikir og bikarmeistarar krýndir í sex flokkum.

Í tilkynningu frá Blakdeild Völsungs segir ađ félagiđ hafi sent ţrjú liđ til leiks, sitthvort liđiđ í 4. flokki kvenna og karla og eitt í 3. flokki karla. 

Ţjálfarar međ í för voru Sveinn Hreinsson og Hjalti Karl Jónsson og voru foreldrar ţeim til ađstođar ţar sem keppt var bćđi í Digranesi og Fagralundi. Í karlaflokki voru nokkrir sem kepptu međ bćđi 3. og 4. flokki og ţurftu ţví ađ keyra milli stađa á sunnudeginum. 

Skemmst er frá ţví ađ segja ađ krakkarnir stóđu sig gríđarlega vel og sýndu miklar framfarir og oft á tíđum alveg frábćra blaktakta.

Niđurstađan varđ 2. sćti í 4. flokki karla ţar sem liđiđ tapađi einungis einum leik á móti bikarmeisturum BF (Blakfélag Fjallabyggđar). Í 3. flokki varđ ţađ sömuleiđis silfur eftir hetjulega baráttu viđ bikarmeistara frá Ţrótti Nes. 

Stúlkurnar í 4. flokki kvenna enduđu í 5. sćti af 7 liđum og unnu síđustu tvo leikina međ glćsibrag. 

Krakkarnir voru sjálfum sér og Völsungi til mikils sóma innan vallar sem utan og fengu m.a. hrós frá ţjálfurum annarra liđa fyrir flott og vandađ blak og einnig vilja fararstjórar koma ţví á framfćri ađ börnin voru kurteis og skemmtileg hvar sem komiđ var og gekk ferđalagiđ í alla stađi eins og í sögu. 

Áfram Völsungur. 

Ljósmynd - Ađsend

Völsungar fagna stigi.

Ljósmynd - Ađsend

Fjórđi flokkur kvenna.

Ljósmynd - Ađsend

Ţriđji flokkur karla.

Ljósmynd - Ađsend

Fjórđi flokkur karla á verđlaunapalli en ţeir hlutu silfur.

Ljósmynd - Ađsend

Ţriđji flokkur karla á verđlaunapalli en ţeir hlutu silfur.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744