Frændur skoruðu mörkin gegn TindastóliÍþróttir - - Lestrar 624
Það var baráttuleikur á Húsavíkurvelli í gær þegar Tindastóll kom í heimsókn.
Tindastóll komst yfir með marki frá Kenneth Hogg á 41. mínútu leiksins en Sæþór Olgeirsson jafnaði fyrir Völsunga áður en flautað var til leikhlés.
Þegar 26 mínútur voru eftir af leiknum var Brenton Muhammad markvörður Tindastóls rekinn útaf eftir að hafa lent í samstuði við Sæþór þegar hann reyndi að slá boltann í burtu við vítateigslínuna.
Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og skoraði Gunnar Sigurður Jósteinsson sigurmarkið á 70. mínútu með glæsilegum skalla.
Freyþór Hrafn Harðarson í baráttu við Kenneth Hoggs markaskorara Stólanna.
Sæþór jafnar hér leikinn fyrir Völsung......
....og Gunni Siggi frændi hans skallar hér boltann í netið og skorar sigurmarkið.
Hér má sjá stöðuna í 2. deildinni en næsti leikur Völsung er á útivelli gegn Njarðvík nk. laugardag.