Eyţór Kári Ingólfsson Íţróttamađur HSŢ 2017

Eyţór Kári Ingólfsson var í dag valinn Íţróttamađur HSŢ 2017 á ársţingi HSŢ sem var haldiđ í Ýdölum.

Eyţór Kári Ingólfsson Íţróttamađur HSŢ 2017
Íţróttir - - Lestrar 584

Eyţór Kári Íţróttamađur HSŢ 2017.
Eyţór Kári Íţróttamađur HSŢ 2017.

Eyţór Kári Ingólfsson var í dag valinn Íţróttamađur HSŢ 2017 á ársţingi HSŢ sem var haldiđ í Ýdölum. 

Eyţór, sem einnig var valinn frjálsíţróttamađur HSŢ, var valinn úr hópi átta íţróttamanna sem valdir voru íţróttamaenn ársins í hverri íţróttagrein fyrir sig á ársţinginu.

Í umsögn um Eyţór segir:

Eyţór Kári Ingólfsson hefur ćft frjálsar íţróttir frá unga aldri. Hann hefur prófađ margar greinar og náđ góđum árangri í ţeim flestum. Síđasta tímabil hefur hann lagt áherslu á hástökk og stangarstökk og veriđ ađ gera ţađ mjög gott. Eyţór stóđ sig mjög vel í frjálsum á árinu 2017.  Á stórmóti ÍR sem fram fór í febrúar varđ hann í 3.sćti bćđi í hástökki og stangarstökki. Á MÍ 15-22 ára innanhúss varđ hann í 6.sćti í stangarstökki en međ persónulega bćtingu. Hann varđ í 1. sćti í hástökki og stangarstökki á sumarleikum HSŢ og međ persónulega bćtingu í stangarstökkinu. Á unglingalandsmótinu varđ hann í 3. sćti í hástökki en samtals bćtingar í 5 greinum en Eyţór hefur metnađ fyrir ađ keppa í sem flestum greinum og gerir vel.  Á UFA móti seinnipartinn í sumar varđ hann í 1.sćti í stangarstökki og hástökki og 2.sćti í 100m hlaupi. Á MÍ 15-22 ára utanhúss í ágúst náđi hann einnig 3. sćti í stangarstökki.

Fyrir utan góđan árangur í frjálsum ţá hefur Eyţór veriđ samviskusamur ađ mćta á ćfingar og sýnt mikinn metnađ í ţví sem hann er ađ gera. Hann hefur alltaf veriđ tilbúinn ađ ađstođa ţjálfara, hvort sem ţađ er á ćfingum eđa taka ađ sér ćfingar í afleysingu ţjálfara

Eftirtaldir voru valdir íţróttamenn ársins í hinum ýmsu greinum:

Dagbjört Ingvarsdóttir Knattspyrnumađur HSŢ
Pétur Ţórir Gunnarsson Glímumađur HSŢ
Tómas Veigar Sigurđarson Skákmađur HSŢ
Anna Halldóra Ágústdóttir Langhlaupari HSŢ
Sladjana Smiljanic Blakmađur HSŢ
Sverrir Sigurđsson Bocciamađur HSŢ
Gylfi Sigurđsson Skotmađur HSŢ
Eyţór Kári Ingólfsson Frjálsíţróttamađur HSŢ
Hvatningarverđlaun: Elmar Örn Guđmundsson

Íţróttafólk HSŢ 2017

Íţróttafólk HSŢ 2017. (ekki gátu allir veriđ viđstaddir og sendur stađgengla í sinn stađ)

Ljósmynd 641.is


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744