ESA opnar formlega rannsókn á raforkusamningi vegna kísilvers PCC að BakkaAðsent efni - - Lestrar 842
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti í dag að stofnunin hafi hafið formlega rannsókn á því hvort raforkusamningur á milli Landsvirkjunar og þýska fyrirtækisins PCC, um afhendingu á raforku til fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju PCC að Bakka í Norðurþingi, feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð.
Inn í þá rannsókn ESA kemur einnig samningur á milli Landsnets hf. og PCC um tengingu PCC við flutningskerfi raforku.
Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að báðir samningarnir séu viðskiptasamningar sem gerðir eru beint á milli viðkomandi fyrirtækja og PCC og koma stjórnvöld ekki að gerð þeirra. Engu að síður eru samningarnir tilkynningarskyldir til ESA þar sem um fyrirtæki í opinberri eigu er að ræða. Ákvörðun ESA kemur stjórnvöldum í opna skjöldu þar sem ekki höfðu borist vísbendingar um að ástæða væri til að hefja slíka rannsókn.