Elvar Baldvins kominn heim í Völsung

Elvar Baldvinsson skrifađi í dag undir samning viđ Völsung en hann hefur tvö síđustu tímabil leikiđ međ Vestra.

Elvar Baldvins kominn heim í Völsung
Íţróttir - - Lestrar 140

Ingvar Björn og Elvar takast í hendur.
Ingvar Björn og Elvar takast í hendur.

Elvar Baldvinsson skrifađi í dag undir samning viđ Völsung en hann hefur tvö síđustu tímabil leikiđ međ Vestra.

Í fésbókarsíđu Grćna hersins segir:
 
Nýársbomba knattspyrnudeildar hefur veriđ sprengd og lýsir sem ţúsund gylltar sólir. Einn af okkar traustustu sonum, Elvar Baldvinsson frá Hamraborg, er kominn heim í Völsung!
 
Elvar ţarf vart ađ kynna en viđ gerum ţađ samt - 27 ára gamalt kamelljón sem á ađ baki 155 deildar- og bikarleiki fyrir Völsung og 34 mörk! 28 deildar- og bikarleikir fyrir Ţór í Lengjudeildinni en síđustu tvö tímabil hefur hann spilađ međ Vestra, 44 leiki í deild og bikar og ţar af 19 leiki Í Bestu deildinni á nýliđnu tímabili.
 
Hann mun fćra okkur gćđi, reynslu og yfirvegun!

Ţađ er međ gríđarmikilli spennu sem viđ bjóđum Elvar velkominn heim í Völsung í Lengjudeildarbaráttuna og vćntum viđ mikils af honum. Knattspyrnudeild nýtir tćkifćriđ og ţakkar kćrlega fyrir frábćrt ár 2024 en viđ stefnum á ađ toppa okkur 2025!

Gleđilegt nýtt ár Völsungar nćr og fjćr!

Ljósmynd Hafţór

Ingvar Björn Guđlaugsson og Elvar Baldvinsson takast í hendur ađ lokinni undirskrift í dag.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744