28. okt
Deildarmyrkvi á tungli að kveldi fyrsta vetrardagsAlmennt - - Lestrar 118
Í kvöld mátti sjá deildarmyrkva á tungli en myrkvinn var lítill en þegar mest lét huldi skuggi jarðar aðeins 6% af tungl-skífunni.
Tunglið leit þá út eins og tekinn hafi verið örlítill biti úr neðri hluta þess.
Á Stjörnufræðivefnum segir:
Deildarmyrkvinn hefst kl. 19:35. Þá sést hvernig syðsti hluti tunglsins byrjar að skyggjast. Myrkvinn nær hámarki fjörutíu mínútum síðar eða klukkan 20:14 þegar 6% af tunglskífunni er myrkvuð. Deildarmyrkvinn er svo yfirstaðinn klukkan 20:53. Þá skín fullt tunglið skært á himni.
Tunglið kl. 20:12
Tunglið kl. 20:13
Tunglið kl. 20:18
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.