Bólusetningar hjá HSN í viku 33 16.-20. ágúst

Í næstu viku, viku 33 verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára á starfstöðvum HSN.

Bólusetningar hjá HSN í viku 33 16.-20. ágúst
Almennt - - Lestrar 109

Í næstu viku, viku 33 verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára á starfstöðvum HSN.

Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech

Boð um bólusetningu verða send í gegnum Mentor og forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetninguna eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð. Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning síðar í haust.

Bólusettum íbúum á hjúkrunarheimilum, einstaklingum 80 ára og eldri, þeim einstaklingum sem eru mjög ónæmisbældir og einstaklingum 60-79 ára verður einnig boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni á næstu vikum. Miðað er við að 26 vikur hafi liðið frá skammti númer tvö.

Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningu er velkomið að mæta í auglýsta bólusetningartíma á Akureyri. Á heilsugæslustöðvum utan Akureyrar, vinsamlegast hafið samband og pantið tíma. 

Bólusetningar 16.-20. ágúst eftir starfstöðvum:

Akureyri

Á Slökkvistöðinni á Akureyri fimmtudaginn 19. ágúst kl: 13-16

  • Börn 12-15 ára.
  • Íbúar hjúkrunarheimila, bólusett í Hlíð og Grenilundi.

Blönduós

Á heilsugæslunni á Blönduósi miðvikudaginn 18. ágúst, nánari tímasetning send út með boðun

  • Börn 12-15 ára.
  • Íbúar 80 ára og eldri.
  • Íbúar hjúkrunarheimila, bólusett á HSN Blönduósi og Sæborg.

Dalvík

Í Bergi á Dalvik miðvikudaginn 18. ágúst kl: 13-17

  • Börn 12-15 ára.
  • Íbúar hjúkrunarheimilis, bólusett á Dalbæ.

Fjallabyggð

Á heilsugæslustöðinni á Siglufirði fimmtudaginn 19. ágúst kl: 13:30-15

  • Börn 12-15 ára.
  • Íbúar hjúkrunarheimila, bólusett á HSN Siglufirði og Hornbrekku.

Húsavík

Í Íþróttahöllinni miðvikudaginn 18. ágúst kl: 16-18

  • Börn 12-15 ára.
  • Íbúar 80 ára og eldri.
  • Íbúar hjúkrunarheimila, bólusett HSN Húsavík og Hvammi.

Norður Þingeyjarsýsla

Á Þórshöfn fimmtudaginn 19. ágúst, nánari tímasetning send út með boðun

  • Börn 12-15 ára.
  • Íbúar 80 ára og eldri.
  • Íbúar hjúkrunarheimilis, bólusett í Nausti.

Sauðárkrókur

Í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki miðvikudaginn 18. ágúst kl: 15-19.

  • Börn 12-15 ára.
  • Íbúar 80 ára og eldri.
  • Íbúar á hjúkrunardeildum, bólusett á HSN Sauðárkróki.
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744