18. jan
Bjarki Baldvinsson genginn til liðs við VölsungsÍþróttir - - Lestrar 695
Greint er frá því á heimasíðu Völsungs að Bjarki Baldvinsson hafi ákveðið að ganga til liðs við sitt uppeldisfélag.
Bjarki semur við Völsung til tveggja ára. Það er gríðarlegur hvalreki að fá þennan sterka leikmann í Völsungsliðið en Bjarki var með öflugri leikmönnum KA síðastliðið sumar. Bjarki hefur spilað 142 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 25 mörk.
Fyrsti meistaraflokksleikur Bjarka var árið 2006 með Völsungi eða fyrir tæpum 8 árum þegar Bjarki var aðeins 16 ára.
Koma Bjarka staðfestir það að hjá Völsungi er unnið metnaðarfullt starf og er óðum að komast mynd á lið Völsunga í karla og kvennaflokki fyrir komandi tímabil.
Bjarki mun spila með Völsungi gegn Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu í dag.
(volsungur.is)
(volsungur.is)