Benedikt Þór ráðinn rekstrar- og vallarstjóri GH

Golfklúbbur Húsavíkur hefur ráðið Benedikt Þór Jóhannsson sem rekstrar- og vallarstjóra félagsins.

Benedikt Þór ráðinn rekstrar- og vallarstjóri GH
Íþróttir - - Lestrar 22

Birna og Benedikt Þór. Lj. Fésbókarsíða GH
Birna og Benedikt Þór. Lj. Fésbókarsíða GH
Golfklúbbur Húsavíkur hefur ráðið Benedikt Þór Jóhannsson sem rekstrar- og vallarstjóra félagsins.
 
Frá þessu segir á Fésbókarsíðu GH en Benedikt er öllum hnútum kunnugur á Katlavelli en hann starfaði á vellinum í átta sumur áður fyrr auk þess að leysa af á síðasta sumri.
 
Einnig hefur hann starfað á Jaðarsvelli á Akureyri.
 
"Síðustu ár hefur félagið einungis verið rekið með sumarstarfsfólki en á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt að ráða starfsmann í 100% starf til að hafa umsjón með rekstri og vallarstarfsemi.

Klúbburinn hefur stækkað töluvert síðustu ár og umfang rekstrar aukist. Erfiðlega hefur gengið að fá félaga til að sinna sjálfboðaliðastörfum innan klúbbsins og flest verkefni lent á höndum fárra.
Er það von að með ráðningu starfsmanns í 100% stöðugildi, skapist tækifæri til enn frekari uppbyggingar og markaðssetningar vallarins.

Að sjálfsögðu mun verða áfram þörf á sjálfboðaliðastarfi og eru allir félagsmenn hvattir til að taka þátt, því öflugt innra starf mun efla starfsemina og gera Katlavöll að eftirsóttum golfvelli". Segir í tilkynningunni.
 
Á meðfylgjandi mynd eru þau Birna Ásgeirsdóttir, formaður GH og Benedikt Þór Jóhannsson, verðandi rekstar- og vallarstjóri. 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744