Áslaug Munda skoraði í fyrsta leik á Norðulandamóti U-17Íþróttir - - Lestrar 513
U-17 landslið kvenna hóf Norðurlandamótið með góðum sigri á Finnlandi, 2-1 sl. föstudag.
Völsungurinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Finnar náðu að jafna eftir hlé.
Barbára Sól Gísladóttir skoraði síðan sigurmark Íslands um miðjan seinni hálfleik og þar við sat.
Mótið fer fram í Oulu í Finnlandi og er Ísland í riðli með Finnlandi, Svíþjóð og Frakklandi.
Annar leikur Íslands hófst kl. 11 í dag og eru mótherjarnir Frakklandi.
Þess má geta að Hildur Þóra Hákonardóttir úr Breiðabliki, dóttir Hákonar Hrafns Sigurðssonar og Þórhöllu Gunnarsdóttur, er einnig í liðinu og er önnur tveggja leimanna sem fá þann heiður að vera fyrirliði liðsins á mótinu.
Síðasti leikur riðilsins er síðan á þriðjudaginn gegn Svíþjóð. Þegar riðlakeppni er lokið er spilað um sæti, en tveir riðlar eru á mótinu. (ksi.is)
Ljósmynd KSÍ.