Ásgeir farinn á vit atvinnumennskunnar

Ásgeir Sigurgeirsson, hinn ungi og efnilegi Húsvíkingur, heldur nú á vit atvinnumennskunnar en hann mun skrifa undir þriggja ára samning við norska liðið

Ásgeir farinn á vit atvinnumennskunnar
Íþróttir - - Lestrar 515

Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson.

Ásgeir Sigurgeirsson, hinn ungi og efnilegi Húsvíkingur, heldur nú á vit atvinnumennskunnar en hann mun skrifa undir þriggja ára samning við norska liðið Stabæk á næstu dögum.

Ásgeir fetar þar með í fótspor frænda síns, Pálma Rafns Pálmasonar, sem lék með Stabæk en leikur nú með Lilleström. 

Stabæk komst aftur upp í úrvalsdeildina síðasta haust en þá endaði liðið í 2.sæti 1.deildar.

Árið 2008 vann liðið í fyrsta og eina skiptið norsku úrvalsdeildina. Ásgeiri, sem hélt til Noregs um helgina, er ætlað að æfa og spila með unglingaliði Stabæk fyrst um sinn.

640.is heyrði í Ásgeiri áðan og lét hann vel af sér. Búinn að fara á æfingu í morgun og leist vel á aðstæður sem hann reyndar þekkir ágætlega eftir að hafa farið tvisvar sinnum til reynslu hjá félaginu. Svo skemmir ekki fyrir að hafa Pálma Rafn á svæðinu en hann munu búa hjá frænda og fjölskyldu til að byrja með.

Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 17 ára gamall á Ásgeir 41 leik að baki með meistaraflokki Völsungs og hefur hann skorað í þeim 9 mörk. Samanlagt hefur hann leikið 10 leiki fyrir U17 og U19 ára landslið Íslands og skorað í þeim 4 mörk. Hann var valinn efnilegasti leikmaður Völsungs á lokahófi 2013.

Við óskum Ásgeiri innilega til hamingju með samninginn og óskum honum velfarnaðar í nýjum verkefnum


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744