Arnar Björnsson Ţingeyingar maímánađar

Ţingeyingafélagiđ hefur valiđ Arnar Björnsson sem Ţingeying maímánađar.

Arnar Björnsson Ţingeyingar maímánađar
Fólk - - Lestrar 318

Arnar Björnsson Ţingeyingar maímánađar 2020.
Arnar Björnsson Ţingeyingar maímánađar 2020.

Ţingeyingafélagiđ hefur valiđ Arnar Björnsson sem Ţingeying maímánađar.

"Ég er fćddur 22. maí 1958. Ţetta kvöld var kvikmyndin “Fegursta kona heims” sýnd í Bćjarbíói. Í auglýsingu í Morgunblađinu segir ađ Gina Lollohrigida leiki í myndinni og skýrt tekiđ fram ađ hún dansi og syngi sjálf. Ekki veit ég hvort foreldrar mínir, Björn Ţorkelsson og Kristjana Ţórhallsdóttir hafi reiknađ međ ađ ţriđja barn ţeirra yrđi stúlka. Líklega hafa ţau orđiđ fyrir vonbrigđum ađ fá ekki svo sem eina Gínu í stađinn fyrir grallarann sem síđar var skírđur Arnar. 

Foreldrar mínir ákváđu ađ flytjast til Húsavíkur, fađir minn Grímseyingur en móđir Skagfirđingur. Heiđursfólk sem fóstruđu strákana sína vel. Ţađ var gott ađ alast upp á Húsavík og ţađan á ég margar góđar minningar. Torgiđ var nafli alheimsins og ţađ var býsna langt fyrir stutta fćtur ađ fara yfir Búđarána hvađ ţá ađ bregđa sér eitthvađ lengra. Torgiđ hafđi allt og ţar ríkti hinn himneski friđur. Sem unglingur fékkst ég viđ ađ stokka og beita en vann lengst í ađgerđinni hjá Alla Ţorgríms og var í uppskipun hjá Skúla Jóns. Ég ber mikinn hlýhug til ţessara heiđursmanna. Ég útskrifađist frá Menntaskólanum á Akureyri 1979 og stundađi síđan nám í íslensku, bókmenntum og uppeldisfrćđi í Háskóla Íslands. Kenndi um tíma viđ Gagnfrćđaskólann en 1979 fengum viđ ţá flugu í höfuđiđ Kári Arnór Kárason og Jóhannes Sigurjónsson ađ gefa út blađ sem fékk nafniđ Víkurblađiđ. Frá ţeim tíma hef ég unniđ viđ fjölmiđla, fyrst hjá Ríkisútvarpinu og frá 1997 hjá Stöđ 2. Í lok mars á ţessu ári var mér tilkynnt ađ starfskrafta minna vćri ekki lengur óskađ. Ég er ţví án atvinnu en glađur og kátur međ lífiđ og tilveruna. Ég reikna međ ţví ađ koma tvíefldur til leiks á vinnumarkađnum í byrjun nćsta árs, svo framarlega ađ einhver vilja nýta sér starfskrafta mína.

Kona mín er auđvitađ húsvísk, Kristjana Helgadóttir eđa Didda í Grafarbakka eins og hún var alltaf kölluđ ţegar hún bjó á Húsavík. Hún er dóttir heiđurshjónanna Helga Bjarnasonar og Jóhönnu Ađalsteinsdóttur. Samtals eigum viđ fjögur börn; Jóhönnu kennara, Unnar Friđrik kennara og endurskođanda, Egil bókaútgefanda í Danmörku og Kristjönu íţróttafréttamann. Ţetta er yndislegur hópur og ekki eru barnabörnin sjö og barnabarniđ eftirbátar ţeirra. Ţađ sama á viđ um maka barnanna fjögurra. Ţađ er ţví undan litlu ađ kvarta. Ţrátt fyrir undarlega tíma er engin ástćđa til annars en ađ vera bjartsýnn. 

Ţađ hefur hingađ til veriđ mitt motto ađ lifa lífinu lifandi. Viđ eigum ađ sýna öđrum auđmýkt og kurteisi og bera virđingu fyrir náunganum. Ég er ekki frá ţví ađ ţeir sem ţađ gera farnist betur ein hinum í lífinu". Segir Arnar Björnsson.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744