lyktun sveitarflaganna ingeyjarsslum

Sveitarflgin ingeyjarsslum austan Valaheiar lsa yfir miklum og ungum hyggjum vegna fyrirhugas niurskurar heilbrigisjnustu

lyktun sveitarflaganna ingeyjarsslum
Asent efni - - Lestrar 396

Sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum austan Vaðlaheiðar lýsa yfir miklum og þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á heilbrigðisþjónustu á Norðausturlandi. Sá niðurskurður á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, sem kynntur hefur verið í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, er ein mesta ógn sem steðjað hefur að búsetu á þessu svæði um langa hríð og myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir stofnunina heldur alla íbúa í Þingeyjarsýslum frá Ljósavatnsskarði í vestri til Þórshafnar í austri.

Krafa um tæplega 40% niðurskurð þýðir stórauknar álögur á almenning á starfssvæði stofnunarinnar, atvinnumissi fólks í tugatali og myndi draga stórkostlega úr möguleikum sveitarfélaganna til uppbyggingar á komandi árum. Jafnframt er ljóst að krafa um 85% niðurskurð á sjúkrasviði þýðir í raun lokun á sjúkrahúsinu. Slíkt á ekkert skylt við eðlilegar sparnaðartillögur.

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er mikilvægt öryggisnet á stóru landsvæði þar sem fara þarf um allt að 300 km leið á milli staða. Sveitarfélögin Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð skora á ráðherra heilbrigðismála, ráðherra fjármála og þingmenn Alþingis að falla frá þessari tillögu og leggjast á eitt um að halda áfram rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á forsendum fjárlaga ársins 2010.

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744