28. feb
Albi tekur slaginn með Völsungum í sumarÍþróttir - - Lestrar 71
Inigo Albizuri Arruti hefur skrifað undir nýjan samning við Völsung og mun taka slaginn með liðinu í sumar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Völsungi í dag og þar segir jafnframt:
Albi átti frábært tímabil með Völsungi í fyrra og spilaði 20 leiki í 2.deild þegar við tryggðum okkur sæti í Lengjunni og skoraði þá 1 mark. Hann á einnig leik í Mjólkurbikar fyrir okkur!
Albi er 30 ára gamall miðvörður sem sýndi frábærar frammistöður og mikla leiðtogahæfni á vellinum í fyrra. Hann var valinn í lið ársins í 2.deild og kemur endurnærður til baka og ætlar að spila enn betur í ár.
Albi er væntanlegur á næstu dögum og við bjóðum hann velkominn heim til Húsavíkur með mikilli eftirvæntingu!