25. nóv
Áfram flogið til HúsavíkurAlmennt - - Lestrar 310
Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar, um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu 3-4 mánuðina.
Fram kemur í fréttatilkynningu að búið sé að opna fyrir sölu á flugi til loka febrúar, hið minnsta.
Flogið verður fimm sinnum í viku. Ljóst er að full þörf er á þessum samgöngumáta inn á svæðið hvort sem er fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir eða ferðaþjónustu.
Flugfélagið Ernir vill koma því á framfæri að fólk getur séð flugáætlunina og jafnframt bókað sig í flug á ernir.is
Á næstu vikum og mánuðum mun svo koma í ljós hvort að þjónustustigið verði tryggt til lengri tíma.