Af málefnum eldri borgaraAđsent efni - - Lestrar 664
Í Víkurblađinu ţann 14. mars er fjallađ um málefni eldri borgara undir liđnum „Orđiđ á götunni“ og er ţađ tilefni ţessara skrifa.
Orđiđ á götunni veltir upp spurningum um hvort starf FEBH í Hlyn standist reglugerđ sem nýveriđ var sett og ef ekki hvort starf FEBH í Hlyn verđi stöđvađ. Í fyrsta lagi ţá eru engin áform uppi um ađ stöđva starfsemi FEBH í Hlyn. Félag eldri borgara á Húsavík eru frjáls félagasamtök, sem vinna ađ hagsmuna-, velferđar- og áhugamálum eldri borgara rétt eins og íţróttafélög sinna málefnum sem snúa ađ íţróttaiđkun og félagstarfi sem tilheyra íţróttum. Ađ ţví leytinu til fellur starf félagsins ekki undir reglugerđina og ţví er hún engin ógn viđ félagiđ eđa ţađ starf sem fer fram á vegum ţess.
Norđurţing og FEBH gerđu međ sér samning í maí sl. sem m.a. felur í sér ađ félagiđ sjái um tómstundastarf og kveđiđ er á um tiltekinn opnunartíma međ fjölbreyttri dagskrá sem skipulögđ skal af félaginu. Ţá var jafnframt samiđ um ađ félagiđ standi fyrir viđburđum í anda ţess sem starf félagsins hefur hverfst um síđastliđin ár. Fyrir ţetta greiđir sveitarfélagiđ félaginu 3.000.000 kr. á hverju ári í ţrjú ár. Endurskođunarákvćđi eru á upphćđinni í tengslum viđ fjárhagsáćtlanagerđ hvers árs.
Norđurţing, sem ber skv. 40. gr. laga um félagsţjónustu ađ tryggja öldruđum ađgang ađ félags- og tómstundastarfi viđ hćfi, hefur međ samningnum viđ FEBH útvistađ ţví verkefni frá sér til félagsins. Verkefni FEBH í tengslum viđ tómstundastarf sem félagiđ hefur tekiđ ađ sér samkvćmt samningnum viđ Norđurţing fellur undir félagsţjónustu sem veitt er af félagasamtökum m.v. reglugerđ nr. 1033/2018 um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaađila sem veita félagsţjónust. Markmiđ reglugerđarinnar er ađ stuđla ađ og tryggja ađ umgjörđ félagsţjónustu sem veitt er af félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum og öđrum einkaađilum sé í samrćmi viđ lög og reglur á sviđinu og uppfylli ţćr faglegu kröfur sem gera má til slíkra ţjónustu- og rekstrarađila. Međ tilkomu reglugerđarinnar hafa ađstćđur ţví breyst frá ţví Norđurţings og FEBH var undirrituđu samninginn.
Orđiđ á götunni segir ađ ţađ sé mat stjórnsýslunnar ađ FEBH skuli sćkja um starfsleyfi fyrir starfsemi sína í Hlyn fyrir maímánuđ nk. eins og kveđiđ er á um í reglugerđinni. Hiđ rétta er ađ stjórnsýslan hefur ekki gefiđ neitt út varđandi skođun sína á ţví hvort FEBH skuli sćkja um starfsleyfi. Eins og sjá má í bókun fjölskylduráđs ţann 11. mars gerđi félagsmálastjóri grein fyrir reglugerđ um starfsleyfi fyrir félagasamtök og ađra félagsţjónustu fyrir eldri borgara á fundi ráđsins. Ráđiđ fól ţá félagsmálastjóra ađ bođa stjórn FEBH til fundar viđ ráđiđ ţann 1. apríl m.a. til ţess ađ rćđa um tómstundastarf eldri borgara og óskir eldri borgara um frekari stuđning viđ félagiđ. Sem sagt engin skođun eđa afstađa um hvort félagiđ eigi ađ sćkja um starfsleyfi vegna starfsemi sinnar og sinna ţá tilteknum hluta félagsţjónustu fyrir sveitarfélagiđ. Enda er ţađ ekki hlutverk stjórnsýslunnar ađ taka afstöđu til ţess hvort félagiđ sćki um starfsleyfi. Sú ákvörđun um hvort félagiđ eigi ađ ţróast í ţá átt hlýtur alltaf ađ liggja hjá félaginu sjálfu og félagsmönnum ţess.
Ljóst er ađ reglugerđin setur auknar kröfur á sveitarfélög sem og ţá ađila sem sveitarfélög útvista tilteknum hlutum félagsţjónustu til. Framundan er eins og kom fram hér ađ framan ađ Norđurţing og FEBH rćđi saman um tómstundastarfiđ og farveg ţess.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
sveitarstjórnarfulltrúi D- listans í Norđurţingi.