Kjklingur me ravl og rjmapest

egar maur hefur bi talu nokkrum sinnum kemst maur ekki hj v a elska pasta - ea kannski er a reyndar svo a ef maur elskar pasta

Kjklingur me ravl og rjmapest
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 755 - Athugasemdir (0)

BellItalia!
BellItalia!

Þegar maður hefur búið á Ítalíu nokkrum sinnum þá kemst maður ekki hjá því að elska pasta - eða kannski er það reyndar svo að ef maður elskar pasta þá kemst maður ekki hjá því að búa á Ítalíu, gæti verið. Tala nú ekki um ef maður elskar líka pizzur og tómata, sítrónur og appelsínur og margt, margt annað!

 

Ég hef búið á Ítalíu nokkrum sinnum og hún er mitt allra uppáhalds land og þar er uppáhalds maturinn minn, uppáhalds tungumálið mitt og margir af mínum uppáhalds stöðum - og nú er liðinn alltof langur tími síðan ég var þar síðast svo að þið fyrirgefið mér ef ég er svolítið Ítalíusjúk um þessar mundir. 

 Ég rakst á þessa girnilegu pastapestó uppskrift á þeim góða vef www.vinotek.is og vona ég að þeim sé sama þótt ég dreifi hennar víðar. Hér er talað um að hafa fyllt ravíólí og það getur að sjálfsögðu ekki klikkað en ég er líka viss um að það sé mjög gott að nota t.d. tagliatelle og örugglega ekkert slæmt heldur að nota penne - en ég mæli samt með fersku ravíólí með ricotta- og spínatfyllingu ef þið hafið tök á því.

Kjúklingur með ravíólí og rjómapestó

  • 600 g kjúklingabringur/lundir
  • 100 g pancetta (eða beikon)
  • 4-5 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 500 g  ravioli, t.d. með ricotta og spínati
  • 2,5-3 dl grænt pestó (mæli með að þið fylgist með matgæðingi vikunnar í Vikunni á næstunni og þar gætuð þið rekist á uppskrift að grænu pestó - annars má líka nota keyptútíbúðpestó)
  • 2 dl matreiðslurjómi / rjómi
  • salt og pipar


Skerið kjúklinginn niður í bita. Saxið pancetta/beikon smátt. Hitið örlitla olíu á pönnu og steikið kjúklinginn og pancetta/beikonið þar til að kjúklingurinn hefur tekið á sig góðan lit, 5-7 mínútur.  Bætið þá söxuðum hvítlauk út í og hrærið vel saman. Saltið og piprið.

Blandið saman pestó og rjóma. Setjið út á pönnuna, lækkið hitann og leyfið að malla í nokkrar mínútur þar til að sósan er orðin heit og kjúklingurinn fulleldaður.

Ég er eiginlega viss um að það er ekkert verra að hafa steikta sveppi líka með í sósunni - en þeir eru samt ekki í þessari uppskrift.

Svo er auðvitað nauðsynlegt að rífa út á þetta parmesanost og bera þetta fram með góðu brauði og salati. Að sjálfsögðu mæli ég með ísköldu hvítvíni með þessum rétti - salute!


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744