Humarhalar me chili, hvtlauk og appelsnuberkiStra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 724 - Athugasemdir (0)
Nú er kominn desember og frost á Fróni og því bara um að gera að hafa það gott og gera vel við sig. Ég rakst á eina mjög einfalda uppskrift á netinu í fyrradag og langaði að deila henni með ykkur. Ég er ekki búin að prófa hana ennþá en stefni á það um helgina og hlakka mjög mikið til.
Ég veit að hún er auðvitað keimlík humaruppskriftinni minni með hvítlaukssmjöri og steinselju, svona þannig lagað séð, en ég er rosalega spennt að finna hvað chili og hvað þá appelsínubörkur gera fyrir humarinn. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessari uppskrift!
Mig langar að benda ykkur á að það er til humar í báðum matvöruverslununum hér í sælunni og að á morgun (7. des.) er síðasti dagur með aukaafslætti fyrir þá sem eru með KEAkortið góða - um að gera að fjárfesta því aðeins í humri, aldrei slæmt að eiga hann í kistunni og sérstaklega ekki um hátíðirnar.
Hér kemur uppskriftin, sem ég fann á vinotek.is:
Humarhalar með chili, hvítlauk og appelsínuberki
Humarhalar
- 1 tsk chiliflögur
- 1 msk rifinn appelsínubörkur
- 3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
- 50 g smjör
- salt og pipar
Klippið humarhalana og garnhreinsið – ég klippi skelina en það er misjafnt hvernig fólk gerir þetta. Skolið undir köldu vatni, þerrið og setið í ofnfast mót.
Hitið smjörið í potti og mýkið hvítlaukinn í 1-2 mínútur ásamt appelsínuberki og chiliflögum. Hellið yfir humarhalana og veltið þeim vel upp úr blöndunni. Saltið og piprið.
Setjið mótið með humrinum í 200 gráðu heitan ofn og eldið í um fimm mínútur eða þar til þeir eru fulleldaðir.
Setjið salat á disk, humarhalana yfir og hellið chili-smjörblöndunni loks yfir. Að sjálfsögðu er eiginlega alveg nauðsynlegt að vera með gott brauð og ískalt gott hvítvín með þessu. Verði ykkur að góðu!