02. mar
Xabi kemur afturÍþróttir - - Lestrar 67
Xabier Cardenas Anorga, eða Xabi, sem lék með Völsungum síðasta sumar kemur aftur til Húsavíkur innan skamms.
Þessi 27 ára djúpi miðjumaður hefur endursamið við Völsung og tekur slaginn með liðinu í Lengjudeildinni.
Xabi spilaði 20 leiki í 2.deild síðasta sumar og átti þar margar glæstar frammistöður. Xabi var valinn í lið ársins í 2.deild 2024.