Völsungur og Eimskip halda samstarfi sínu áfram

Á dögunum endurnýjuđu Eimskip og knattspyrnudeild Völsungs samstarfssamning sinn til nćstu tveggja ára.

Völsungur og Eimskip halda samstarfi sínu áfram
Íţróttir - - Lestrar 148

Ingvar Björn og Vilhjálmur handsala samninginn.
Ingvar Björn og Vilhjálmur handsala samninginn.

Á dögunum endurnýjuđu Eimskip og knattspyrnudeild Völsungs samstarfssamning sinn til nćstu tveggja ára.

Ţađ voru Vilhjálmur Sigmundsson, svćđisstjóri Eimskips á Norđurlandi eystra og Ingvar Björn Guđlaugsson úr knattspyrnuráđi sem sáu um undirritanir.

"Markmiđ samningsins er ađ styrkja Völsung og styđja félagiđ í íţrótta og uppeldsilegu hlutverki sínu ásamt ţví ađ auka sýnileika Eimskip á Húsavík. Skilti fyrirtćkisins og auglýsingar má finna á vallarsvćđinu á Húsavík auk ţess sem merki Eimskip er á búningum karlaliđsins.
Viđ ţetta má einnig bćta ađ Eimskip hefur veitt frábćran afslátt af flutningsgjöldum fjáröflunarvara Völsungs gegnum tíđina og er gott ađ halda ţví á lofti" segir í fréttatilkynningu frá Völsungi.
 
Ţar segir jafnframt:
 
"Viđ í knattspyrnuráđi erum gífurlega ţakklát áframhaldandi samstarfi viđ Eimskip og kunnum ţeim bestu ţakkir fyrir. Eimskip er stór og mikilvćgur vinnustađur á Húsavík, međ 21 stöđugildi, en starfsemin á svćđinu hefur aukist jafnt og ţétt undanfarin ár og dafnar vel. Međ tilkomu iđnađarsvćđisins á Bakka hófust til ađ mynda strandsiglingar á vegum fyrirtćkisins aftur eftir 11 ára hlé".
 
Ljósmynd Hafţór - 640.is
Ingvar Björn Guđlaugsson og Vilhjálmur Sigmundsson.

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744