Völsungur međ heimasigur í blakinuÍţróttir - - Lestrar 495
Völsungur og Álftanes mćttust í Mizunodeild kvenna í gć en leikiđ var á Húsavík.
Á Blakfréttir.is segir ađ leikurinn hafi fariđ rólega af stađ en bćđi liđ voru nokkuđ jöfn til ađ byrja međ. Undir miđja fyrstu hrinu ţegar stađan var 11-11 ţá tók Völsungur öll völd á vellinum og náđi 13 stigum á móti 1 stigi frá Álftanesi. Varđ stađan ţví 24-12 en ekkert gekk upp í sóknarleik Álftaness. Ţrátt fyrir smá mótspyrnu frá leikmönnum Álftaness ţá vann Völsungur fyrstu hrinu 25-16.
Önnur hrina var keimlík ţeirri fyrstu en eftir jafna byrjun ţá tók Völsungur völdin og í ţetta skiptiđ tóku heimastúlkur 9 stig á móti 1 og komust í góđa stöđu. Í ţetta skiptiđ tóku liđsmenn Álftaness hinsvegar viđ sér og náđu ađ jafna 24-24 en ţađ voru svo gestirnir sem fóru međ sigur í hrinunni 26-24.
Völsungur tók svo nćstu tvćr hrinur 25-23 og 25-15 og tryggđu sér ţví sigur í leiknum 3-0. Stigahćst í liđi Völsungs var Rut Gomez međ 22 stig. Stigahćst í liđi gestanna var Erla Rán Eiríksdóttir međ 21 stig en hún var ađ koma til baka eftir meiđsli.
Völsungur er eftir leikinn í 4.sćti međ 10 stig eftir 6 leiki en Álftanes situr sem fyrr á bottni deildarinnar međ 1 stig eftir 7 leiki. Nćstu leikir liđanna eru nćstkomandi miđvikudag ţegar Álftanes mćtir Aftureldingu og Völsungur mćtir KA. (Blakfréttir.is)