Völsungur í vanda

Í 90 ár hefur Völsungur lifađ í samfélaginu okkar hér á Húsavík.

Völsungur í vanda
Ađsent efni - - Lestrar 1185

Í 90 ár hefur Völsungur lifađ í samfélaginu okkar hér á Húsavík. 

Ţađ er ljóst ađ félag eins og Völsungur sćkir mátt sinn í samfélagiđ okkar og um leiđ nćrist samfélagiđ á öflugu íţrótta- og ćskulýđsstarfi sem unniđ er í Völsungi.  En ţetta gerist ekki af sjálfu sér.  Viđ sem búum hér á Húsavík höfum ţađ í hendi okkar hvernig til tekst.  Á ţessum 90 árum hefur samfélagiđ okkar ţróast gríđarlega.  Félagshyggjan hefur vikiđ fyrir einstaklingshyggjunni.  Ţađ gerir félagi eins og Völsungi erfitt um vik ađ vaxa og dafna í takt viđ kröfur samfélagsins um bćtta ţjónustu viđ börn og unglinga. 

Starfsemi félagsins hefur samt vaxiđ og dafnađ undanfarin ár, ţökk sé dugnađi fólksins sem sinnir sjálfbođastarfi fyrir félagiđ og ađhaldssömum rekstri.  Innan Völsungs starfa sjö deildir og eru íţróttaiđkendur um 500 talsins á aldrinum fjögurra ára til sextugs.  Helstu áherslur félagsins hafa veriđ ađ bjóđa fjölbreytt úrval íţróttaćfinga fyrir börn og unglinga í öruggu umhverfi undir handleiđslu vel menntađra ţjálfara.  Ţađ má öllum ljóst vera ađ slíkur metnađur í starfi félagsins kostar fjármuni.  Ađ auki hefur ađstađa til íţróttaiđkunar batnađ til mikilla muna međ tilkomu gervigrasvallar og vallarhúss.  Rekstur vallasvćđisins hefur veriđ í höndum Völsungs frá árinu 2014 og skapast hafa tvö heilsársstörf innan félagsins vegna aukinnar notkunar á völlunum, umhirđu og viđhalds vallarhúss og fleiri verkefna sem eru afleiđing af bćttri ađstöđu til íţróttaiđkunar.  Í ţví samhengi má ekki gleyma ţeim fjölda almennings sem nýtir sér ţessa góđu ađstöđu og gengur eđa skokkar á upphituđum gervigrasvellinum.  Ţađ má velta fyrir sér ţeim fjárhagslega ávinningi sem sveitarfélagiđ nćr ţar fram í bćttri heilsu íbúa á Húsavík ţótt erfitt sé ađ nefna ákveđnar upphćđir í ţeim efnum.  Ţađ eru samt ekki tölur sem koma fram á útgjaldahliđinni í fjárhagsáćtlunum sveitarfélagsins.

Ţrátt fyrir ađ Völsungur hafi sýnt metnađ í ađ mćta auknum kröfum um meiri fagmennsku í starfi sínu međ börn og unglinga hér á Húsavík og í nágrenni, ţá hafa fjárframlög frá sveitarfélaginu Norđurţingi lćkkađ ađ raungildi undanfarin ár ţar sem ţau hafa ekki tekiđ miđ af almennri verđlags- og launaţróun.

Nú eru kosningar framundan og ţađ er óskandi ađ flokkarnir setji íţrótta- og ćskulýđsmálin á oddinn. Framlag Norđurţings til íţrótta- og ćskulýđsmála sem hlutfall af heildargjöldum áriđ 2016 var 8,33%. Ţetta sama hlutfall var 12,43% hjá Akureyrarbć, 11,94% í Snćfellsbć og 14,12% í Fjarđabyggđ svo eitthvađ sé nefnt.  Vonandi munu framlög Norđurţings aukast á komandi árum í takt viđ aukin gćđi í íţróttastarfinu. (Hér fara hagsmunir Völsungs og Norđurţings saman).

Eins og önnur frjáls félagasamtök reiđir Völsungur sig á tekjur af félagsgjöldum félagsmanna.  Ađalstjórn sendir út greiđsluseđla ađ upphćđ kr. 3.000 einu sinni á ári í formi valgreiđslu í heimabanka félagsmanna.  Ţessar tekjur eru gríđarlega mikilvćgar fyrir starfsemina og ţökkum viđ öllum ţeim sem hafa lagt félaginu liđ međ ţví ađ greiđa ţetta árgjald.  Félagiđ er öllum opiđ og auđvelt er ađ gerast félagi međ ţví ađ senda nafn, kennitölu, símanúmer og netfang á netfangiđ volsungur@volsungur.is.

Auk framlags frá Norđurţingi, innheimtu félagsgjalda og lottótekjum, koma tekjur til félagsins međ innheimtu ćfingagjalda.  Ţessum tekjum er ćtlađ ađ mćta hluta af rekstrarkostnađi deildanna s.s. launakostnađi ţjálfara og ferđakostnađar á mót eđa einstaka leiki.

Fjórđa tekjulind félagsins er svo styrkir frá fyrirtćkjum og einstaklingum.  Nú ţegar starf félagsins hefur vaxiđ stöđugt undanfarin ár ţá er ljóst ađ ţessi tekjulind verđur á sama tíma hlutfallslega sífellt minni.

Völsungur er međ fimm einstaklinga á launum á ársgrundvelli auk fjölda hlutastarfa, međ ársveltu upp á 78 milljónir.  Ţetta eru störf sem munar um í okkar samfélagi og skila tekjum til baka til sveitarfélagsins.

Nú er sú stađa komin upp hjá Völsungi ađ vegna erfiđleika í rekstri félagsins, eru sífellt fćrri tilbúnir ađ vinna sjálfbođaliđastarf innan ţess.  Mest allur tími sjálfbođaliđa og starfsmanna fer í ađ reyna ađ afla fjár til rekstrains í stađ ţess ađ geta međ öflugri hćtti sinnt grasrótarstarfinu.

Viđ biđlum ţví til fulltrúa frambođa til kjörs í sveitarstjórn Norđurţings um ađ skođa heildarmyndina og gera Völsungi fjárhagslega mögulegt ađ sinna áfram metnađarfullu starfi í ţágu barna, ungmenna og almennings hér í sveitarfélaginu.

En ţetta er ekki bara ákall til kjörinna fulltrúa!  Ţetta er líka ákall til allra Völsunga ađ koma og leggja félaginu til krafta ykkar!

Ţví miđur eru margir sem telja  ţađ vera nóg ađ borga ćfingagjöldin fyrir íţróttaiđkun barna sinna, ţá sé ţeirra hlutverki lokiđ og ţjálfarar eđa stjórnarfólk sjái um rest.  Afleiđingin er sú ađ alltof fáar hendur vinna alltof mörg verk til ţess ađ láta dćmiđ ganga upp.  Önnur afleiđing af ţví er ađ ţađ fćkkar sífellt í ţessum hópi fólks vegna álags – félagiđ holast innan frá!  Gefiđ ykkur augnablik, lokiđ augunum og ímyndiđ ykkur Húsavík án íţróttafélagsins Völsungs !

Til ţess ađ viđ sjáum Völsung ná tírćđisaldri međ ţeirri reisn sem félagiđ á skiliđ ţá ţarf hugarfarsbreytingu hjá okkur öllum!  Spyrjum okkur “Hvađ get ég gert fyrir Völsung?” í stađ ţess ađ spyrja “Hvađ getur Völsungur gert fyrir mig?”.  Ţađ eru ótal verk, lítill og stór sem vinna ţarf í félaginu og fólk á öllum aldri getur tekiđ ţátt.  Ţađ er gefandi ađ vinna sjálfbođastarf í ţágu samfélagsins okkar.  Viđ hvetjum ţví einstaklinga, vinahópa, saumaklúbba, karlaklúbba og alla hina til ađ leggja félaginu liđ međ ţví ađ taka ađ sér afmörkuđ verkefni fyrir félagiđ. 

Viđ skorum á ykkur ađ eiga ţetta samtal viđ vin eđa vinkonu og kanna hvort ađ hann eđa hún hafi kannski innst inni áhuga á ađ láta gott af sér leiđa í skemmtilegu félagsstarfi.

Síđastliđin sjö ár hafa veriđ tíđ skipti framkvćmdastjóra hjá félaginu og á ţví eru margar skýringar. Ţessar mannabreytingar hafa veriđ tímafrekar og hafa mörg mikilvćg og góđ verkefni setiđ á hakanum vegna ţessa. Nú er stađan sú ađ stór hluti ađalstjórnar mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Ađ sinna svo stóru og öflugu félagi tekur mikinn tíma og viđ teljum okkur hafa sinnt ţví af mikilli alúđ en ađ okkar mati er kominn tími á breytingar. Ţví munum viđ auglýsa eftir fólki í ađalstjórn félagsins fyrir ađalfund félagsins sem haldinn verđur í byrjun maí.

Vonumst eftir góđum viđbrögđum og nýju og öflugu fólki til ađ leiđa okkar farsćla félag.

 

Áfram Völsungur!

Ađalstjórn Völsungs


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744