Völsungur hefndi fyrir tapiđ í gćrÍţróttir - - Lestrar 475
Völsungur og Stjarnan mćttust aftur í dag í Mizunodeild kvenna.
Stjarnan sigrađi leikinn í gćr 1-3 en í dag var ţađ Völsungur sem fór međ sigur af hólmi. Leikurinn fór 3-0 (27-25, 25-21, 25-16).
Völsungsstúlkur komu mjög ákveđnar til leiks í fyrstu hrinu og komust í 8-2 forskot. Stjarnan náđi hćgt og bítandi ađ saxa á forskotiđ og jöfnuđu ţćr leikinn í 12-12. Liđin voru jöfn alla hrinuna og var Stjarnan í góđri stöđu til ađ tryggja sér sigur í hrinunni ţegar ţćr voru yfir 24-25. Völsungur skorađi ţá ţrjú stig í röđ og tryggđi sér 27-25 sigur í hrinunni. Camilla Johansson var mjög öflug fyrir Völsung í hrinunni og skorađi hún 8 stig, ţar af sjö úr sókn.
Önnur hrina fór mun jafnari af stađ en sú fyrsta. Völsungur var ţó međ yfirhöndina í byrjun hrinunnar en Stjarnan náđi ađ jafna í stöđunni 15-15. Enn var jafnt í stöđunni 20-20 en eftir ţađ setti Völsungur í annan gír og skorađi fjögur stig í röđ og stađan ţví orđin 24-20. Völsungur klárađi síđan hrinuna 25-21 eftir sóknarmistök hjá Stjörnunni.
Liđ Völsungs byrjađi sterkt í ţriđju hrinu og var stađan 11-6 ţegar Stjarnan tók leikhlé. Völsungur var međ yfirhöndina í stöđunni 17-12 ţegar ţađ kom frábćr kafli hjá ţeim og ţćr skoruđu fjögur stig í röđ og komust ţvi í 21-12. Stjarnan tók ţá sitt annađ leikhlé en ţađ dugđi ekki til og sigrađi Völsungur hrinuna 25-16 og ţar međ leikinn 3-0.
Stighćst í leiknum var Erla Rán Eiríksdóttir, leikmađur Stjörnunnar, međ 18 stig. Erla skorađi 16 stig úr sókn og tvö úr uppgjöf. Stigahćst í liđi Völsungs var Camilla Johansson međ 13 stig, ţar af 12 úr sókn og eina hávörn. Arna Védís Bjarnadóttir og Sladjana Smiljanic áttu einnig góđan dag en Arna Védís skorađi 11 stig og Sladjana 10 fyrir Völsung.
Međ sigrinum í dag hefur Völsungur unniđ öll liđin í Mizunodeildinni nema Ţrótt Nes. Ţađ er ţví ljóst ađ liđin ţurfa ađ vara sig á Völsung í úrslitakeppninni sem hefst í mars. (blakfréttir.is)