22. mar
Völsungskonur styrkja sigÍþróttir - - Lestrar 103
Kvennaliði Völsungs hefur borist liðsstyrkur en Júlía Margrét Sveinsdóttir hefur fengið félagaskipti frá Þór/KA yfir í Völsung.
Hún hefur síðustu tvö ár spilað 23 leiki fyrir Völsung í deild og bikar og skorað í þeim þrjú mörk.
Frá þessu segir á Fésbókarsíðu Græna hersins en Júlía var kosin besti leikmaður Völsungs af liðsfélögum sínum á lokahófinu 2024.
Þá hefur hin spænska Alba Closa Tarres hefur skrifað undir samning við Völsung en þessi 23 ára varnarsinnaði miðjumaður kemur úr bandaríska háskólaboltanum frá West Virginia State þar sem hún spilaði 20 leiki á nýliðnu tímabili og skoraði þar tvö mörk.
Þá var greint frá því í vikunni að Aðalsteinn Jóhann Friðriksson og Sarah Elnicky mynda tveggja manna aðalþjálfarateymi liðsins.
Alli Jói hefur stýrt kvennaliðinu síðustu fimm tímabil og var Sarah aðstoðarþjálfari í fyrra.