Völsungar unnu stórsigur á Leikni F

Völsung­ur tók á móti Leikni F. á Húsa­víkurvelli í kvöld í rigningarsudda en hćgu veđri.

Völsungar unnu stórsigur á Leikni F
Íţróttir - - Lestrar 670

Guđmundur Óli fagnar síđara marki sínu í kvöld.
Guđmundur Óli fagnar síđara marki sínu í kvöld.

Völsung­ur tók á móti Leikni F. á Húsa­víkurvelli í kvöld í rigningarsudda en hćgu veđri. 

Jóhann Kr. Gunnarsson ţjálfari Völsungs og Boban Jovic ađstođarţjálfari voru í leikbanni og stýrđu John Andrews og Jónas Halldór Friđriksson liđi Völsungs í fjarveru ţeirra.

Guđmund­ur Óli Stein­gríms­son kom Völsungi yfir strax á 9. mín­útu međ marki úr víta­spyrnu eftir ađ brotiđ var á Ásgeiri Kristjánssyni innan teigs.

Sćţór Ol­geirs­son tvö­faldađi for­ystu heima­manna á 37. mín­útu og ţar viđ sat í hálfleik.

Povilas Krasnovskis minnkađi minn fyr­ir Leikni F. á 60. mín­útu áđur en Guđmund­ur Óli bćtti ţriđja marki Völsungs viđ á 75. mín­útu, aft­ur úr víta­spyrnu. Aftur eftir ađ brotiđ hafđi veriđ á Ásgeiri Kristjánssyni.

Fyrrnefndur Ásgeir inn­siglađi svo sig­ur Völsungs međ marki í upp­bót­ar­tíma eftir sendingu frá Ađalsteini J. Friđrikssyni.

Loka­töl­ur 4-1 og Völsung­ur er í fjórđa sćti 2. deild­ar­ međ 31 stig en hér má sjá stöđuna.

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ađstćđur til myndatöku voru ekki góđar í kvöld en hér koma myndir af markaskorurum kvöldsins sem og John Andrews ţjálfara.

Međ ţví ađ smella á ţćr er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.

Völsungur Leiknir F

Guđmundur Óli skorar hér fyrra mark sitt í leiknum en bćđi komu úr vítaspyrnum.

Völsungur Leiknir F

Sćţór Olgeirsson sem skorađi eitt mark í leiknum er hér í baráttu viđ Jeffrey Ofori varnarmann Leiknis.

Völsungur Leiknir F

Ásgeir Kristjánsson sćkir hér ađ marki gestanna en hann innsiglađi 4-1 sigurinn í uppbótartíma.

Völsungur Leiknir F

John Andrews ánćgđur međ sigurinn en hann stýrđi liđi Völsungs í kvöld.

Einn mikilvćgasti leikur sumarsins er nk. laugardag á Húsavíkurvelli en ţá kemur Grótta í heimsókn. Nú er um ađ gera ađ mćta á völlinn og hvetja strákana.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744