Völsungar Lengjubikarmeistarar B-deildar

Völsungur og Afturelding mættust í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins í kvöld í hörkuleik.

Völsungar Lengjubikarmeistarar B-deildar
Íþróttir - - Lestrar 681

Bjarki skoraði tvennu í öðrum leiknum í röð.
Bjarki skoraði tvennu í öðrum leiknum í röð.

Völsungur og Afturelding mættust í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins í kvöld í hörkuleik. 

Leikurinn fór fram í Mosfellsbænum.

Bjarki Baldvinsson kom Völsungum yfir strax á 1. mínútu leiksins. Wentzel Steinarr R Kamban jafnaði fyrir Aftureldingu á 5. mínútu. 

Ásgeir Kristjánsson kom Völsungum yfir á nýjan leik eftir 18 mínútna leik. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Völsung. 

Loic Cedric Mband Ondo jafnaði á nýjan leik fyrir Aftureldingu á 58. mínútnu. Völsungar komust aftur yfir aðeins tveimur mínútum síðar þegar Aðalsteinn Jóhann Friðriksson skoraði úr vítaspyrnu. 

Bjarki Baldvinsson gulltryggði sigur Völsungs fimm mínútum síðar með sínu öðru marki í leiknum. 

Völsungur eru því meistarar í B-deild Lengjubikarsins í ár. (fotbolti.net)



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744