Völsungar höfðu betur í grannaslag

Völsung­ur hafði bet­ur gegn ná­grönn­um sín­um í KA, 3:0, þegar liðin átt­ust við í úr­vals­deild kvenna í blaki á Húsa­vík í gærkveldi.

Völsungar höfðu betur í grannaslag
Íþróttir - - Lestrar 95

Völsungar fagna.
Völsungar fagna.

Völsung­ur hafði bet­ur gegn ná­grönn­um sín­um í KA, 3:0, þegar liðin átt­ust við í úr­vals­deild kvenna í blaki á Húsa­vík í gærkveldi.

Um toppslag var að ræða en Völsung­ur er áfram í efsta sæti deild­ar­inn­ar með 34 stig og KA er sæti neðar með 32 stig.

Þrátt fyr­ir loka­töl­urn­ar var viður­eign­in jöfn og spenn­andi enda vann Völsung­ur all­ar þrjár hrin­urn­ar naum­lega.

Heima­kon­ur unnu fyrstu hrin­una 26:24, aðra hrinu 25:22 og Völsung­ur tryggði sér svo sig­ur með því að vinna þriðju hrinu 25:21. (mbl.is)

Ljósmynd Hafþór


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744