01. okt
Völsungar gera það gott í PepsiÍþróttir - - Lestrar 557
Í lokahóf knattspyrnudeildar KA í gærkveldi voru Völsungar nokkuð áberandi þegar leikmenn voru verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.
Hallgrímur Mar Steingrímsson var valinn besti leikmaðurinn og Ásgeir Sigurgeirsson sá efnilegasti.
Hallgrímur Mar var einnig valinn bestur af Schiöthurum, stuðningsmannaklúbbi knattspyrnudeildar KA.
Þá var Elfar Árni Aðalsteinsson markahæstur leikmanna KA í Pepsi deildinni ásamt Emil Sigvardsen Lyng en þeir skoruðu báðir 9 mörk. KA endaði í 7. sæti með 29 stig.
Sunnan heiða var Aron Bjarki Jósepsson valinn besti leikmaður tímabilsins hjá KR sem endaði í 4. sæti Pepsideildarinnar með 31 stig.