Völsungar eiga þrjá fulltrúa í æfingahópi U16 í blakiÍþróttir - - Lestrar 597
Völsungar eiga þrjá fulltrúa í æfingahópi U16 í blaki stúlkna en þjálfarar liðsins, Sladjana Smiljanic og Lárus Jón Thorarensen, hafa skorið æfingahóp sinn niður í 17 leikmenn.
U16-liðið fer í Evrópumót í Færeyjum í byrjun janúar en næstu æfingar eru um helgina í Fagralundi.
Leikmenn fæddir árið 2004 eða síðar tilheyra liðinu en æfingahópinn skipa:
Agnes Björk Ágústsdóttir, Völsungi
Anna Brynja Agnarsdóttir, BF
Anna Móberg Herbertsdóttir, Þrótti Nes
Ásdís Rán Kolbeinsdóttir, HK
Embla Rós Ingvarsdóttir, Þrótti Nes
Gígja Ómarsdóttir, Þrótti Nes
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Völsungi
Helena Einarsdóttir, HK
Inga Maríanna Sikora, Huginn
Katrín Halla Ragnarsdóttir, Þrótti Reykjavík
Lejla Sara Hadziredzepovic, HK
Rebekka Sunna Sveinsdóttir, Aftureldingu
Sigrún Marta Jónsdóttir, Völsungi
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Vestra
Sunneva Björk Valdimarsdóttir, Aftureldingu
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir, Vestra
Æfingahópurinn kemur saman á laugardag og sunnudag í Fagralundi á æfingar en lokahópurinn verður ákveðinn um helgina. Liðið fer til Færeyja 3. janúar og kemur heim 7. janúar en þar mun liðið mæta öðrum liðum úr N. Evrópu. (bli.is)