Viltu verða orkubóndi ?

Viltu verða orkubóndi ?
Almennt - - Lestrar 111

Orkubændur á Norðausturlandi

 

Áhugafólk um sjálfbærni og virkjun orku á Norðausturlandi geta nú fengið aðstoð við að setja upp smávirkjun til einkanota í bakgarðinum heima hjá sér. Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir námskeiðinu Orkubóndanum sem haldið verður í Ljósvetningabúð 27. og 28. október fyrir þá sem vilja kynna sér virkjun eigin orku, hvort sem um er að ræða bæjarlæk, hitareit, vindgnauð, sól eða fjóshaug, og í framhaldinu fá þátttakendur aðstoð við að hrinda virkjunarhugmyndum í framkvæmd. Um er að ræða samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvits, Orkustofnunar, Iðnaðarráðuneytisins, Verkís og heimamanna víða um land, en áætlað er að halda námskeiðið á átta stöðum í vetur. „Markmiðið okkar er að sýna fólki fram á að þetta sé hægt, að allir geta framleitt sína orku sjálfir og orðið orkubændur, hvort sem þekkingin er til staðar eða ekki,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og einn leiðbeinenda á námskeiðinu. Lögð er áhersla á að gera efnið aðgengilegt öllum en m.a. munu nemendur úr framhaldsskólum taka þátt á námskeiðinu.

 

Farið var af stað með Orkubóndann í Árborg 6. október en þátttaka á námskeiðinu fór fram úr öllum vonum og sóttu 111 þátttakendur námskeiðið. Um tugur spennandi verkefna var valinn til að vinna með nánar á næstunni. 19. maí á næsta ári verður ráðstefna haldin í Reykjavík þar sem þátttakendur af námskeiðunum koma saman og mun Iðnaðarráðherra veita hvatningarverðlaunin Orkubóndinn.

 

Skráning á námskeiðið Orkubóndann er á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, www.nmi.is.

 

 

 

Nánari upplýsingar veita:

 

Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands s. 5229000 / 896 5692.

 

Brynja Sigurðardóttir verkefnisstjóri, brynjasig@nmi.is s. 522 9000 / 691 2404.

 

Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir verkefnisstjóri, solveig@nmi.is s. 522 9492 / 867 7178

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744