Viltu láta gott af þér leiða? Nýr Rótarýklúbbur í Norðurþingi

Hjónin Soffía Gísladóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson stefna á stofnun nýs Rótarýklúbbs í Norðurþingi, svokallaðs Rótarýskots, sem mun starfa í

Soffía og Guðmundur í Lindarbrekku.
Soffía og Guðmundur í Lindarbrekku.

Hjónin Soffía Gísladóttir og Guðmundur Baldvin Guðmunds-son stefna á stofnun nýs Rótarýklúbbs í Norðurþingi, svokallaðs Rótarýskots, sem mun starfa í samvinnu við Rótarýklúbb Húsavíkur.

Rótarskot er til þess að gera nýtt form Rótarýklúbbs sem stofnaður er í samvinnu við eldri klúbba hvað viðkemur verkefnum, s.s. skógrækt, en að öðru leiti starfa þeir sjálfstætt. 

Félagaformið er einfalt, þar til klúbburinn nær 20 félögum, en Rótarskot má stofna með 8 félögum. 

Fundarformið er annars konar en í hefðbundnum Rótarýklúbbi og stefnt er að einum rafrænum fundi í mánuði þar sem hlýtt verður á fyrirlestra hvaðanæfa að og einn fundur í mánuði verður í “raunheimi” þegar fyrirtæki og stofnanir í Norðurþingi og víðar verða heimsótt. 

Rótarý er með viðurkenndustu mannúðarsamtökum heims og áherslurnar eru sjö talsins; barátta fyrir friði, útrýming sjúkdóma (m.a. lömunarveiki), að tryggja hreint vatn og hreinlæti, ungbarna- og mæðrahjálp, menntun barna, aðstoð við uppbyggingu innviða og umhverfismál.

Undirbúningsstofnfundur verður haldinn í Fjósinu í Lindarbrekku í Kelduhverfi miðvikudaginn 30. ágúst kl. 18:00. Allir velkomnir og fer skráning fram á soffiagisla65@gmail.com.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744