Vilt þú hafa áhrif

VILT ÞÚ HAFA ÁHRIF?!       Vissir þú að:   -       einungis 2 konur sitja í sveitarstjórn Norðurþings (önnur þeirra í leyfi) af 9 aðilum í

Vilt þú hafa áhrif
Aðsent efni - - Lestrar 36

VILT ÞÚ HAFA ÁHRIF?!

 

 

 

Vissir þú að:

 

-       einungis 2 konur sitja í sveitarstjórn Norðurþings (önnur þeirra í leyfi) af 9 aðilum í sveitarstjórn?

 

-       í 8 nefndum og ráðum á vegum  Norðurþings sitja einungis 2 konur sem formenn?

 

-       í 8 nefndum og ráðum á vegum Norðurþings sitja 7 konur og 35 karlar?

 

-       38% munur er á launum kvenna og karla í dreifðari byggðum landsins, konum í óhag samkvæmt upplýsingum hjá Jafnréttisstofu?

 

 

 

Konukvöld verður haldið á vegum kvenna í stjórnmálum í Norðurþingi fimmtudaginn 28.  janúar kl. 20:00 í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. 

 

 

 

Léttar veitingar verða í boði. 

 

Jafnréttisfulltrúi ásamt konum í stjórnmálum í  Norðurþingi skora á konur að láta til sín taka í samfélaginu.  Sjónarmið kvenna eru ekki síður mikilvæg en sjónarmið karla í samfélagsmálum sem hafa áhrif á nærumhverfi okkar.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744