Vilja fresta framkvæmdum við gervigrasvöllAðsent efni - - Lestrar 862
Í ljósi niðurstöðu ársreikninga Norðurþings og þá sérstaklega A hlutans þar sem tap af rekstrinum er 420,6 milljónir fyrir árið 2011 sem og þær athugasemdir sem komið hafa frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga leggur Þinglistinn til að framkvæmdum við gervigrasvöll á Húsavík verði frestað.
Brýnt er að taka á skuldum sveitarfélagsins og lækka rekstrakostnað þannig að sveitarfélagið þurfi ekki að taka frekari lán til rekstursins. Einnig leggur Þinglistinn til að framkvæmdaverkefnum á vegum sveitarfélagsins bæði A og B hlutans verði forgangsraðað og reynt verði að vinna samkvæmt því næstu ár.
Mikilvægt er að lækka skuldir sveitarfélagsins því það er að mati Þinglistans mikill styrkur fyrir sveitarfélagið og samfélagið inn í framtíðina.
Fyrir hönd Þinglistans.
Friðrik Sigurðsson.
Sigríður Valdimarsdóttir.
Áki Hauksson.
(Fréttatilkynning)