Við lifum ennþá á fiski

„Við lifum nú á fiski ennþá þó menn hafi haldið annað um tíma“. Sagði Hermann Arnar Sigurðsson bílstjóri hjá Eimskip þar sem hann var að laga

Við lifum ennþá á fiski
Almennt - - Lestrar 568

Hermann lagar fiskinn til.
Hermann lagar fiskinn til.

„Við lifum nú á fiski ennþá þó menn hafi haldið annað um tíma“. Sagði Hermann Arnar Sigurðsson bílstjóri hjá Eimskip þar sem hann var að laga til fisk í körum í húsakynnum fyrirtækisins  í dag. Fiskur þessi var veiddur á Breiðafirði í gær af netabátnum Geir frá Þórshöfn, ekið af Eimskip norður í nótt  og fór til vinnslu hjá GPG í dag.

 

Fiskflutningar eru stór hluti flutninga hjá Eimskip á Húsavík og nú þegar vetrarvertíð er í fullum gangi keyra menn ört á Snæfellsnesið þar sem viðskiptabátar GPG stunda veiðar sínar. Þá er akstur á fiski fyrir Vísi hf. umsvifamikill hjá Eimskipsmönnum.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744