13. ágú
Veltan dróst saman um 28%Almennt - - Lestrar 223
Rekstrartekjur Sjóbaðanna ehf., sem reka Geosea á Húsavíkurhöfða, námu 159 milljónum króna á síðasta ári og drógust saman um 28% frá árinu 2019.
Félagið tapaði 8,5 milljónum í fyrra samanborið við 6,1 milljón árið á undan.
Vb.is greinir frá þessu en í skýrslu stjórnar segir að heimsfaraldurinn hafi haft veruleg á áhrif á reksturinn og vænta megi þess að hann muni áfram hafa áhrif.
Heildareignir félagsins námu 771 milljón um síðustu áramót og eigið fé nam 221 milljón.