Vel sóttur kynningarfundur á vegum Carbfix

Carbfix boðaði til íbúafundar á Húsavík gær en tilgangur fundarins var að kynna áform fyrirtækisins um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku,

Vel sóttur kynningarfundur á vegum Carbfix
Almennt - - Lestrar 59

Carbfix boðaði til íbúafundar á Húsavík gær en tilgangur fundarins var að kynna áform fyrirtækisins um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO₂ við Húsavík.

Sameiginleg yfirlýsing Carbfix og Norðurþings um uppbyggingu Codastövar á Bakka við Húsavík var samþykkt á fundi sveitarstjórnar undir lok síðasta mánaðar.

Frummælendur á fundinum voru:

-Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi
-Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar
-Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix

Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar var fundarstjóri en hátt í tvö hundruðmanns sótti fundinn, það er í sal og á netinu en fundinum var streymt.

Eftir kynningar á verkefninu var opnað fyrir fyrirspurnir sem forsvarsmenn verkefnisins leituðust við að svara eftir bestu getu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744