Vel safnaðist á fatamarkað slysavarnarkvenna

Í gær stóð Slysavarnafélag kvenna á Húsavík fyrir söfnun á fötum og skóm bæði á börn og fullorðna og er óhætt að segja að viðbrögð íbúa á Húsavík hafi

Vel safnaðist á fatamarkað slysavarnarkvenna
Almennt - - Lestrar 322

Anna, Þóra og Helena í fatahaugnum.
Anna, Þóra og Helena í fatahaugnum.

Í gær stóð Slysavarnafélag kvenna á Húsavík fyrir söfnun á fötum og skóm bæði á börn og fullorðna og er óhætt að segja að viðbrögð íbúa á Húsavík hafi verið framar björtustu vonum.

 

Mikið af fatnaði safnaðist og verður allt selt á laugardaginn en þá verður fatamarkaður í Nausti.

 

Að sögn slysavarnarkvenna er fatamarkaðurinn liður í fjáröflun félagsins og mun allur ágóði renna til þess.Ef eitthvað af fatnaði verður óselt í lok söludags verður hann gefinn í fatasöfnun RKÍ sem nú stendur yfir.

 

Ef einhverjir vilja koma fatnaði í söfnunina má koma með hann í Naust á laugardagsmorguninn milli kl. 10:00 og 11:00.

Fatamarkaðurinn sem verður í Nausti mun standa frá kl. 14:00-17:00.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744