Veggjöldin eru hærri í skýrslu Hagfræðistofnunar en þau þurfa að vera

Njáll Trausti Friðbertsson viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi á Akureyri hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna umræðu um Vaðlaheiðargöng

Njáll Trausti Friðfinnsson.
Njáll Trausti Friðfinnsson.

Njáll Trausti Friðbertsson viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi á Akureyri hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna umræðu um Vaðlaheiðargöng og skýrslu Hagfræðistofnunnar.

Veggjöldin í Vaðlaheiðargöngum eru hærri í skýrslu Hagfræðistofnunar en þau þurfa að vera

Í umræðunni undanfarna daga hefur nokkuð verið vitnað í skýrsluna ,,Gjaldtaka fyrir notkun samgöngumannvirkja,, sem Hagfræðistofnun HÍ gerði.  Þar var m.a. fjallað um Vaðlaheiðargöng.  Veggjöldin í Vaðlaheiðargöng eru þar sett fram nokkru hærri en þau þurfa að vera.  Ástæðan er sú að Hagfræðistofnun telur að framkvæmdin þurfi 632 millj.kr tekjur á ári miðað við 3,5% vexti á láni.  Það er gert vegna þess að í skýrslunni er kerfisbundið farið yfir fjölda framkvæmda með þeirri forsendu að tekið sé jafngreiðslulán þar sem greiða þurfi lánið hressilega niður alveg frá fyrsta ári.  Samkvæmt forsendum skýrslunnar væri þó vaxtakostnaður og rekstrarkostnaður ekki nema um 400 millj.kr á ári.  Niðurgreiðsla á láni á fyrsta ári væri þá um 230 millj.kr.

Ekki er nauðsynlegt að greiða svo mikið af láninu á fyrsta ári.  Það sem skiptir fyrst og fremst máli er að tekjurnar verði rúmlega 400 Mkr með þessum forsendum þannig að eitthvað sé eftir til að greiða niður lánið.  Hægt vaxandi umferð mun síðan auka niðurgreiðsluna ár hvert.  Veggjöldin sem voru reiknuð að þyrftu að vera 1.444 kr mega því vera mun lægri eða um 1.000 kr.

Miðað við lánakjör ríkisins um þessar mundir væri lán til framkvæmdarinnar hins vegar á enn lægri vöxtum eða um 2,9%.  Er þá miðaða við 60 punkta álag á ríkiskjör.  Það þýddi að vextir og rekstrarkostnaður skv. forsendum skýrslunnar færu niður í um 340 Mkr.  Þá mætti veggjald lækka niður í 800-850 kr.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744