Útgáfutónleikar einkennilegra manna

Dúettinn Down & Out sendi fyrir nokkru frá sér breiđskífuna Ţćttir af einkennilegum mönnum og hyggjast fagna útgáfunni međ tvennum tónleikum.

Útgáfutónleikar einkennilegra manna
Fréttatilkynning - - Lestrar 307

Dúettinn Down & Out sendi fyrir nokkru frá sér breiđskífuna Ţćttir af einkennilegum mönnum og hyggjast fagna útgáfunni međ tvennum tónleikum.

Fyrst í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi miđvikudaginn 30. ágúst kl. 21, og daginn eftir á Gamla bauk á Húsavík kl. 22.

Húsavík er fćđingarheimili hljómsveitarinnar, en hana skipa ţeir Ármann Guđmundsson og Ţorgeir Tryggvason. Down & Out var framarlega í flokki í gróskumiklu tónlistarlífi bćjarins í kringum 1990 og ţá urđu flest lögin til.

Seinna ţróađist hljómsveitin út í tríóiđ (og enn seinna nonettinn) Ljótu hálfvitana, en ţađ er önnur saga. Tónlistin er illskiljanlegur brćđingur af ţjóđlagatónlist, proggi og pönki. Mćtti kannski kalla hana sirkuspönk, ţó sjálfir kalli ţeir félagar hana wonk, sem enginn veit hvađ ţýđir fyrr en viđkomandi heyrir í Down & Out.

Dúettinum til liđsinnis á tónleikunum verđa ţeir Baldur Ragnarsson, upptökustjóri plötunnar og Loftur S. Loftsson. Jafnvel má eiga von á góđum leynigestum. Miđaverđ er 4.000 kr. og greiđist viđ innganginn međ handvirkum jafnt sem rafrćnum leiđum.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744