09. jan
Tvö lömb fundust í ÁsheiðinniAlmennt - - Lestrar 162
Tvö lömb fundust í Ásheiðinni síðastliðinn miðvikudag, skammt austan við Kerlingarhól sem er um 5 km. suður af Undirvegg. Voru þetta hrútur og gimbur, hrúturinn var frá Rúnari á Hóli en gimbrin frá Sturlu í Keldunesi.
Á Kelduhverfi.is segir að þau hafi verið þokkalega á sig komin miðað við aðstæður. Þá segir að þar sem þau fundust ekki fyrr en nú í janúar að lokinni fengitíð, má gera ráð fyrir að árangur sameiginlegrar fjárræktar Rúnars og Sturlu líti ljós á vordögum.