Tómstunda-og félagsmálafræðingur, hvað er það ?Aðsent efni - - Lestrar 1216
Ég Heiða Elín, hef oft verið spurð hvað ég sé að læra í Háskóla Íslands og þegar ég segist vera að læra Tómstunda- og félagsmálafræði, endurtekur fólk það sem ég segi: já, félagsfræði eða félagsráðgjafi. Tómstunda- og félagsmálafræðingur er ekki það sama og félagsfræðingur eða félagsráðgjafi.
Nám til Tómstunda- og félagsmálafræðings er þriggja ára nám til B.A. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt er að taka námið bæði í stað- og fjarnámi. Að verða Tómstunda- og félagsmálafræðingur er ekki bara nám til að verða flokkstjóri í Vinnuskólanum eða til að “hanga” með börnum, unglingum og ungmennum í félagsmiðstöðunum. Þetta er svo miklu meira. Námið viðtækt og hægt að segja að þeir sem fara í þetta nám geta nýtt sér það á margbreytilegusvið í atvinnu. Þau námskeið sem fara er yfir á þessum þremur árum eru : siðfræði og fagmennska, félagsfræði, þroskasálfræði, tómstundir og unglingar, aldraðir og börn, tjáning og samskipti, viðburðastjórnun, aðferðafræði, útivist og útinám, stjórnun og rekstur og margt fleira. Þessi námskeið eru öll skyldunámskeið í náminu, fara þau yfir mikið og fjölbreytilegt efni. Hægt er að taka valnámskeið af öðrum námsleiðum við Háskóla Íslands eða blanda þessu námi við annað nám.
Störf Tómstunda- og félagsmálafræðinga er mjög fjölbreytilegt og hægt er að finna að finna þá í vinnu á Alþingi, með stjórnmálaflokkum, í verklýðsfélögum, hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, stórum fyrirtækjum, á dvalarheimlum fyrir aldraða og fatlaða, leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, íþróttafélögum, á skrifstofum íþrótta- og tómstundamála hjá sveitarfélögum, í félagsmiðstöðum, og í Háskólum. Tómstunda- og félagsmálafræðingar geta starfað með fólki á öllum aldri. Þeir hafa mikla og víð þekkingu á hvernig er gott að skipurleggja verkefni. Því að mínu mati er þetta nám fyrir alla sem hafa gaman af, starfa með og umgangst margbreytilegt fólk.
Ég tók viðtal við Tómstunda- og félagsmálafræðingin hana Sigríði Hauksdóttur.
Spurningarnar sem ég setti fyrir hana voru : hvað er að vera Tómstunda-og félagsmálafræðingur?, hvað gerir Tómstunda-og félagsmálafræðingur á Húsavík og hvað væri hægt að gera meira? og hvernig nýttist þér þetta nám til Tómstunda- og félagsmálafræð í starfi þínu.
Svör hennar voru : Það var starfið í félagsmiðstöðunni Keldunni hér á Húsavík sem fékk mig til að langa til að fara í Tómstunda- og félagsmálafræði sem þá var nýfarið að kenna í Kennaraháskóla Íslands.
Það að hafa tekið þetta nám hefur nýst mér mjög mikið og styrkt mig í mínu starfi. Ég hef starfað sem umsjónarmaður Túns og félagslífs- og forvarnafulltrúi í FSH undanfarin ár. Menntunin býður upp á svo marga skemmtilega möguleika þegar kemur að starfsvali og hef ég haft möguleika á að taka að mér mörg skemmtileg verkefni og störf eftir útskrift en ekki tímt að hætta að vinna með börnum og ungmennum sem mér þykir svo ótrúlega skemmtilegt og gefur mér svo mikið. Ég hef líka starfað með fólki með fatlanir og þjálfað boccia sem er rosalega gaman.
Ég hóf störf í félagsmiðstöðinni fyrir tólf árum síðan og hef unnið þar nánast samfellt síðan. Haustið 2010 fengum við Tún til umráða sem ungmenningarhús sem breytti miklu en það hafði verið draumur okkar sem höfum starfað í þessum bransa að fá sér húsnæði undir starfsemina. Þá flutti allt félagsmiðstöðvarstarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10 – 25 ára þangað inn. Húsið er mjög vel til þess fallið að vera með slíkt starf, en þó þarf að bæta aðgengi fatlaðra og er það í vinnslu. Auk hefðbundins félagsmiðstöðvarstarfs er þar að finna æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir, útvarp og svo menningarfélagið Úti á Túni og samstarf við þá sem í því eru en í Túni er starfræktur bíóklúbbur og ljósmyndaklúbbur og krakkajóga og gaman væri að auka starfið og fjölbreytnina.
Draumurinn er að nýta húsið enn frekar, auka opnunartímann og nýtinguna til muna og það sem ég og fleiri sjáum helst fyrir okkur í þeim efnum er að færa frístundaheimilið eða skólaselið fyrir 6 – 10 ára úr Borgarhólsskóla og í Tún, á sumrin yrði svo leikjanámskeið í framhaldi af frístundaheimilinu fyrir þann aldurshóp. Á morgnana væri gaman að geta boðið eldri borgurum eða öðrum hópum að nýta húsið í félagsstarf. Aldurshópurinn 16 – 25 ára hefur mestan aðgang eins og staðan er núna, það væri frábært að geta aukið opnun fyrir aldurshópinn 10 – 12 ára og 13 – 15 ára líka. Bjóða upp á alls kyns námskeið, fræðslu og forvarnir af ýmsu tagi.
Þessi grein er hluti af verkefninu Að koma máli á dagskrá í námskeiðinu Félagsmál og lífsleikni sem er í námskeið í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.