Töframaður ættaður frá Húsavík í undanúrslitumAlmennt - - Lestrar 359
Undanúrslitin í sjónvarps-þættinum Ísland got talent á Stöð 2 eru framundan og þar er töframaður einn ættaður frá Húsavík á meðal keppenda.
Um er að ræða Jón Arnór Pétursson, 7 ára töframann, en hann er sonur Péturs Veigars Péturssonar Skarphéðinssonar úr Lönguvitleysu. Móðir hans er hins vegar úr Stykkishólmi og heitir Heiðrún Björk Jónsdóttir.
Undanúrslitin fara fram í þremur þáttum og komast tvö atriði áfram úr hverjum þætti. 6. atriði keppa síðan til úrslita sunnudaginn 27. apríl.
Fyrsti undanúrslitaþátturinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 nk. sunnudagskvöld og verður Jón Arnór þar á meðal keppenda. Hann er síðastur á svið af þeim sjö sem taka þátt í þessum fyrsta þætti undanúrslitanna en áhorfendur heima í stofu geta kosið í símakosningu.