Tjón vegna rafmagnstruflana í Suður-Þingeyjarsýslu

Í tilefni af fréttaflutningi um tjón af völdum rafmagnstruflana í Suður-Þingeyjarsýslu vilja Landsnet og RARIK koma eftirfarandi á framfæri:

Tjón vegna rafmagnstruflana í Suður-Þingeyjarsýslu
Aðsent efni - - Lestrar 690

Í tilefni af fréttaflutningi um tjón af völdum rafmagnstruflana í Suður-Þingeyjarsýslu vilja Landsnet og RARIK koma eftirfarandi á framfæri:

Af hálfu orkufyrirtækjanna hefur verið unnið að því að upplýsa hvað olli tímabundinni spennuhækkun á afmörkuðu svæði í Suður-Þingeyjasýslu í kjölfar staðbundinnar truflunar í raforkukerfinu um síðast liðna helgi. Nú liggur fyrir að spennuhækkunina er meðal annars að rekja til mistaka í viðbrögðum.

Þótt ekki liggi endanlega fyrir á hverjum bótaskyldan hvílir er að mati fyrirtækjanna um tjónsatburð að ræða sem greiða ber bætur fyrir að uppfylltum skilyrðum þar að lútandi. Fyrirtækin hafa komið sér saman um að fela tryggingarfélögum sínum að yfirfara allar bótakröfur vegna atviksins og skera úr um bótaskyldu.

Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum spennuhækkunarinnar eru hvattir til að skila inn skriflegum tjónaskýrslum á skrifstofu RARIK að Óseyri 9, Akureyri. (Fréttatilkynning)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744