Tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2024

Opið er fyrir tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2024. Foreldraverðlaunin eru veitt fyrir öflugt foreldrastarf eða verkefni sem sérstaklega stuðla að

Tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2024
Fréttatilkynning - - Lestrar 65

Opið er fyrir tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2024. Foreldraverðlaunin eru veitt fyrir öflugt foreldrastarf eða verkefni sem sérstaklega stuðla að góðu samstarfi heimila og skóla.
 
Einnig er hægt að tilnefna einstaklinga sem Dugnaðarforka Heimilis og skóla.
 
Ef þú veist af verkefnum í þínu nærumhverfi sem stuðlað hafa að góðu foreldrasamstarfi, bættum
tengslum heimila og skóla og velferð nemenda eða einstaklingi sem hefur lagt sérlega mikið af
mörkum í þágu nemenda og foreldra, þá hvetjum við þig til að tilnefna viðkomandi aðila eða
verkefni.
 
Verðug verkefni á öllum skólastigum eiga hrós skilið, þ.e. í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
 
Við minnum á að engin verkefni eru of lítil.
 
- Tilnefning til foreldraverðlauna Heimils og skóla:
https://forms.gle/QqmpPy5MjDUhPkkV7
 
- Tilnefning fyrir Dugnaðarfork Heimilis og skóla:
https://forms.gle/JMMAw8BZAbmjenYL6
 
Mikilvægt er að vanda rökstuðning við tilnefninguna.
Frestur til tilnefninga er til og með 2. maí næstkomandi.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744