Ţorrablót Ţingeyingafélagsins verđur nk. laugardagskvöld

Ţorrablót Ţingeyingafélagsins í Reykjavík verđur nú haldiđ í 17. skiptiđ. Félagiđ hefur haldiđ ţessum góđa og ţjóđlega siđ síđan Ţingeyingamótin lögđust

Þorrablót Þingeyingafélagsins í Reykjavík verður nú haldið í 17. skiptið. Félagið hefur haldið þessum góða og þjóðlega sið síðan Þingeyingamótin lögðust af. Ekki er erfitt að finna einhverja sem eiga góðar minningar frá Þingeyingamótum og tilvalið að endurvekja þá stemningu árið 2009.

 

Þorrablótið verður haldið laugardagskvöldið 24. janúar nk í Félagsheimili Seltjarnarness.Um er að ræða hefðbundið þorrablót þar sem mikið verður borðað, drukkið og sungið ogsvo vitaskuldað dansað fram á nótt.

 

Sérlegur tónlistarlegur ráðgjafi og listaspilari er Reynir Jónasson.

Ræðumaður kvöldsins hin skelegga Margrét Pála Ólafsdóttir Hólsfjallamær.

Frænkurnar frá Lómatjörn og nágrenni troða upp.

Dagskránni lýkur með því að stórhljómsveitin Úlfarnir leika fyrir dansi og lofamiklu fjöri!

 

Miðaverð er kr. 4.700.- fyrir öll herlegheitin og verður þorrahlaðborð í höndumveisluþjónustunnar Veislunnar á Seltjarnarnesi.  Miðaverð á dansleikinn einan er kr.1.200.  Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20.  Úlfarnir taka tilvið spilamennsku um kl. 23.

Skráning fer fram hjá nefndarmeðlimum fram á miðvikudagskvöldið 21. janúar.

Guðbjörg Þórisdóttir sími 551 5113/664 8145

netfang:gudbjorgt@breidagerdisskoli.is

Dýrleif Pétursdóttir sími 891 9455 netfang: dyrleif@msn.com

Lára Hafdís Gunnbjörnsdóttir sími 821 7340 netfang:hafdisg@reykjalundur.is

Þóra Hallgrímsdóttir sími 844 2028 netfang: thorah@sjova.is

 

Þess má geta að nefndin hefur fundið fyrir miklum áhuga Þingeyinga á þorrablótinu ogþví er um að gera að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744